Fara í efni

Varmahlíðarskóli vann sinn riðil í Skólahreysti

27.04.2023
Nemendur Varmahlíðarskóla ásamt Línu íþróttakennara. Mynd: Heimasíða Varmahlíðarskóla.

Skagfirsku grunnskólarnir kepptu í undanúrslitum í Skólahreysti á Akureyri í gær og stóðu nemendur sig mjög vel, bæði keppendur og stuðningsfulltrúar skólanna. Varmahlíðarskóli gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn riðil og mun því keppa til úrslita. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV og við verðlaunaafhendingu hlaut Varmahlíðarskóli 2. sætið. Hinsvegar, eftir endurtalningu refsistiga í hraðabrautinni kom í ljós að Varmahlíðarskóli vann riðilinn sinn og er því kominn áfram. Grunnskólinn austan Vatna varð í 4. sæti í riðlinum og Árskóli varð í 5. sæti.

Það er alltaf mikil stemning á Skólahreysti og var gærdagurinn engin undantekning. Nemendur skólanna mættu til þess að styðja við sína keppendur og klæddust sérstökum litum sem skólunum var úthlutað. Varmahlíðarskóli var í grænu, Árskóli í fjólubláu og Grunnskólinn austan Vatna var í bláu. Við óskum keppendum skólanna til hamingju með glæsilegan árangur. Svo er bara að styðja við Varmahlíðarskóla þegar að úrslitum kemur!

Hér að neðan eru úrslit allra greinanna sem keppt var í: