Vantar mold í blómakerin?

Moldarhaugurinn sunnan við leikskólann Ársali
Moldarhaugurinn sunnan við leikskólann Ársali

Sunnan við leikskólann Ársali er moldarhaugur með harpaðri mold sem íbúar sveitarfélagsins mega taka úr ef þá vantar í blómaker eða blómabeð. Þá er átt við mold í dalla eða kerru, ekki vörubílsfarm. Moldin er súr og því nauðsynlegt að blanda hana með öðrum jarðvegi.