Útgáfuhátíð Byggðasögu Skagafjarðar

Fallegt í Fljótum
Fallegt í Fljótum

Útgáfu áttunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar verður fagnað laugardaginn 18. nóvember kl 14 í Gistihúsinu Gimbur á Reykjarhóli á Bökkum í Fljótum. Í þessu bindi er fjallað um hinn gamla Fellshrepp og Haganeshrepp og Hjalti Pálsson fer með ritstjórn eins og í fyrri bindum.

Lesið verður upp úr bókinni, flutt ávörp og bókin verður til sýnis og sölu en eintakið kostar 16.000 kr. Sögufélag Skagfirðinga býður alla áhugasama velkomna, aðgangur er ókeypis og kaffi og meðlæti á boðstólum en Gunnar Rögnvaldsson stjórnar dagskránni.

Í kvöld föstudaginn 17. nóvember verður Karlakórinn Heimir með skemmtikvöld í menningarhúsinu Miðgarði sem þeir kalla sviðaveislu. Í boði er matur, söngur og gamanmál og veislustjóri er Gísli Einarsson en skemmtunin hefst kl 20.

Á sunnudaginn, 19. nóvember, mætir meistaraflokkur Tindastóls í körfubolta karla Hetti í Síkinu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki kl. 19:15.