Fara í efni

Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar

28.03.2017
Einar Kárason, Íris Helga Aradóttir og Jón Pálmason

Jón Pálmason, nemandi í Árskóla sigraði í dag Stóru upplestrarkeppnina sem haldin var í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þar öttu kappi 12 nemendur úr öllum grunnskólum Skagafjarðar. Í öðru sæti hafnaði Íris Helga Aradóttir úr Árskóla og í þriðja sæti Einar Kárason úr Varmahlíðarskóla.

Höfundar keppninnar í ár eru Steinunn Sigurðardóttir og Andri Snær Magnason. Keppendur byrjuðu á því að lesa textabrot úr Bláa hnettinum og þar á eftir ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur. Að lokum voru lesin ljóð sem nemendur völdu sjálfir. 

Í viðurkenningarskyni fengu allir þátttakendur sérprentaða ljóðabók eftir Steinunni Sigurðardóttur frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunahafar fengu að auki peningagjöf.

Nemendur úr Tónlistarskóla Skagafjarðar léku nokkur lög fyrir gesti hátíðarinnar.

Upplestrarkeppnin er ekki keppni í venjulegum skilningi heldur eins konar uppskeruhátíð allrar þeirrar vinnu sem nemendur hafa lagt á sig í undirbúningi fyrir daginn. Undirbúningur hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sl. Keppnin er haldin að frumkvæði áhugafólks um íslenskt mál í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara. Þátttaka í upplestrarkeppninni stendur öllum 7. bekkjum landsins til boða.

Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með góðan árangur. 

Uppl.      upple

Upples      Upplest

Upplestr      Upplestra