Fara í efni

Úrræði ríkisins vegna COVID-19 veirunnar á einum stað

23.03.2020
Mynd: Sigurjón S (tekið af vef Stjórnarráðsins)

Ríkistjórnin birti á dögunum mótvægisaðgerðir til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar á fyrirtæki og einstaklinga. Í fyrsta áfanga verður varið 230 ma.kr. eða tæplega 8% af landframleiðslu. Aðgerðirnar eru þríþættar og miða að því að tryggja afkomu fólks og fyrirtækja, verja grunnstoðir samfélagsins og skapa öfluga viðspyrnu fyrir efnahagslífið.

SSNV hefur tekið saman úrræði ríkisstjórnarinnar á einn stað til að auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum að nýta sér þær. Hægt er að kynna sér málið betur á http://www.ssnv.is/is/atvinnuthroun/urraedi-vegna-covid-19