Upplýsingar um snjómokstur í Skagafirði

Óveður síðastliðinna daga skildi eftir sig mikinn snjó í Skagafirði og er því við hæfi að benda fólki á hvernig snjómokstri er háttað í héraðinu.

Vegagerðin sér alfarið um mokstur á þjóðvegi 1, Sauðárkróksbraut, Þverárfjallsvegi, Siglufjarðarvegi frá Sauðárkróksbraut og frá Siglufjarðarvegi heim í Hóla sem eru mokaðir daglega.

Vegagerðin sér einnig alfarið um mokstur á Siglufjarðarvegi frá þjóðvegi 1 að Sauðárkróksbraut sem er mokaður sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og Skagafjarðarvegi frá þjóðvegi 1 að Héraðsdalsvegi sem er mokaður mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

Vegagerðin aðhefst ekkert í snjómokstri á öðrum vegum fyrr en samþykki sveitarfélagsins liggur fyrir. Auglýsingu um sjómokstur má nálgast hér á heimasíðunni. Íbúum er bent á að hafa samband við tengiliði en þeir hafa umboð til að panta snjómokstur.

Sveitarfélagið greiðir fyrir tvo mokstra á heimreiðum á hverjum vetri.

 

Hér að neðan má einnig sjá auglýsingu um snjómokstur: