Upplestrarkeppni Árskóla í 7. bekk

Fulltrúar Árskóla í 7. bekk. Mynd Árskóli
Fulltrúar Árskóla í 7. bekk. Mynd Árskóli

Í gær var haldin upplestrarkeppni í 7. bekk Árskóla í sextánda sinn og voru valdir átta nemendur sem verða fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer á sal FNV þann 28. mars næstkomandi.

Nemendur stóðu sig vel í upplestrinum og var þriggja manna dómnefnd sem valdi átta aðalmenn og tvo til vara.  Aðalmenn eru: Björn Friðrik Connor Echegaray, Halldóra Heba Magnúsdóttir, Hallmundur Ingi Hilmarsson, Hrafnhildur Ósk Jakobsdóttir, Hrefna Guðrún Gústavsdóttir, Íris Helga Aradóttir, Jón Pálmason og Þorleifur Feykir Veigarsson. Varamenn eru: Herdís María Sigurðardóttir og Rannveig Lilja Ólafsdóttir.