Fara í efni

Umhverfisdagar Skagafjarðar hefjast á morgun

19.05.2023
Frá umhverfisdögum 2019

Umhverfisdagar Skagafjarðar verða haldnir dagana 20. - 27. maí nk. Íbúar, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði eru hvött til að taka höndum saman, tína rusl, taka til og fegra í sínu nærumhverfi. Áhersla lögð á hreinsun hjá fyrirtækjum í dreifbýli og þéttbýli og gámasvæði í þéttbýli.

Í gróðurhúsi sveitarfélagsins í Sauðármýri eru ræktuð sumarblóm sem fegra þéttbýlisstaði í Skagfirði á sumrin. Fólk er velkomið að koma og kynna sér starfsemina frá kl. 9-12 dagana 20. - 26. maí.

Í tilefni umhverfisdaganna verður tekið gjaldfrjálst við eftirtöldum úrgangi frá íbúum; blandaður byggingarúrgangur, blandaður úrgangur í urðun og málað/fúavarið timbur. Söfnunin fer fram á móttökustöðvum og á eingöngu við um sorp frá íbúum. Sjá nánar flokk 1 í gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði.

Lóðarhafar eru hvattir til þess að halda vexti trjáa og runna á lóðum innan lóðarmarka og stuðla þannig að auknu öryggi vegfarenda. Stöndum saman um að minnka hættur í umhverfi okkar.

Sameinumst öll í átakinu um að ganga vel um!