Fara í efni

Umhverfisdagar Skagafjarðar 15. - 16. maí

12.05.2020
Mynd tekin við upphaf Umhverfisdaga 2019 þar sem Jón Örn Berndsen og Sigfús Ingi Sigfússon hófu leika.

Umhverfisdagar Skagafjarðar verða haldnir dagana 15. – 16. maí nk. Íbúar, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði eru hvött til að taka höndum saman, tína rust, taka til og fegra í sínu nærumhverfi og umfram allt, njóta umhverfisins.

Skemmtilegur áskorendaleikur er hafinn milli fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka þar sem aðilar fara út og tína rusl í kringum sig, setja mynd af sér á samfélagsmiðla og skora á önnur fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök að gera slíkt hið sama. Áskorendakeppni fyrirtækja og félagasamtaka stendur yfir alla þessa viku.

Merkja þarf myndina með myllumerkinu #umhverfisdagar20 og mun sveitarfélagið deila áskorunum á facebooksíðu sveitarfélagsins.

 

Dagskrá umhverfisdaganna:

Áskorendakeppni stendur yfir alla vikuna.

FÖSTUDAGUR 15. MAÍ – HAFNA- OG FJÖRUHREINSUN

Tökum höndum saman og hreinsum við hafnarsvæði og strendur í Skagafirði

LAUGARDAGUR 16. MAÍ – NJÓTUM UMHVERFISINS

Íbúar eru hvattir til að hreinsa til og fegra sitt nærumhverfi og nýta einnig daginn til þess að njóta umhverfisins, t.d. fara í göngu eða fuglaskoðun.

Hvetjum við alla sem fara út að plokka að taka mynd af sér og deila á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #umhverfisdagar20. Passa þarf að færslan sé opin svo hægt sé að sjá hana og deila henni.

Búið er að gera myndaalbúm hér á vefnum þar sem stefnt er að því að bæta við myndum alla vikuna. Myndaalbúmið má nálgast hér.