Fara í efni

Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda

06.10.2022

Á fundi forvarnarteymis sveitarfélagsins Skagafjarðar, þann 28. september s.l. var sérstaklega rætt um áhyggjur teymisins af umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Teymið hvetur sveitarfélagið til þess að setja umferðaröryggismál í forgrunn og jafnframt vill teymið brýna fyrir forráðamönnum að ræða við börnin sín um hætturnar sem er að finna í umferðinni. Í því samhengi vill teymið minna forráðamenn á þær reglur sem gilda um notkun rafknúinna hlaupahjóla og rafmagnsvespa:

  • tilheyra flokki reiðhjóla og eru hönnuð til aksturs á hraða frá 6 km á klst. upp í 25 km á klst.
  • ekki aka á akbraut en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól.
  • börn og ungmenni undir 16 ára aldri eiga skv. lögum alltaf að nota hjálm við hjólreiðar en mælt er með að allir noti hjálm á rafhlaupahjóli öryggisins vegna.

Íbúar geta og mega gjarnan koma með ábendingar um það sem betur má fara í forvörnum og eru hvattir til að vera vakandi yfir mikilvægi samstarfs í forvarnarmálum.

Forvarnarteymið vill minna á mikilvægi þess að við sem samfélag látum okkur velferð barna og ungmenna varða og að enginn einn beri ábyrgð. Við berum öll ábyrgð.

Fundinn sátu:

Þorvaldur Gröndal frístundastjóri, fyrir hönd Skagafjarðar

Aðalbjörg Hallmundsdóttir, fyrir hönd FNV

Jóhann Bjarnason, fyrir hönd Grunnskólans austan Vatna

Kristbjörg Kemp, fyrir hönd Árskóla

Eva Óskarsdóttir, tengiliður starfsmanna FNV við Nemendafélag FNV

Sr. Sigríður Gunnarsdóttir, fyrir hönd kirkjunnar

Margrét Alda Magnúsdóttir, forvarnarfulltrú Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra