Fara í efni

Útboð - Sundlaug Sauðárkróks, pípulagnir

07.03.2024

Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Sundlaug Sauðárkróks – Pípulagnir

Í verkinu felst vinna við fullnaðarfrágang pípulagna og hreinsikerfa fyrir viðbyggingu við Sundlaug Sauðárkróks, en þar er um að ræða nýtt laugarsvæði sunnan núverandi sundlaugar, með barnalaug, busllaug, kennslulaug og lendingarlaug ásamt köldum potti. Umhverfis laugarkörin er steypt tæknirými fyrir hreinsibúnað lauganna, jöfnunartanka, sandsíur og allan tæknibúnað fyrir rekstur lauganna. Frágangur hreinsikerfa er hluti af þessu útboði, en verkkaupi leggur til hluta af sérhæfðum búnaði í kerfin. Uppsteypu mannvirkisins er lokið, búið að mála lagnakjallara og undirbúa flísalögn á laugarkörum.

Helstu magntölur

  • Neysluvatnslagnir 400 m
  • Snjóbræðslulagnir 1.900 m
  • Laugarkerfislagnir 680 m


Opnunardagur tilboða er 22. mars 2024. Verkinu í heild skal lokið 15. september 2024.
Útboðsgögn verða afhent gjaldfrjálst á rafrænu formi frá og með 7. mars 2024.

Óska skal eftir útboðsgögnum í tölvupósti á netfangið stod@stodehf.is.