Tveir Skagfirðingar hljóta riddarakross

Magnús og Sigurður - mynd feykir.is
Magnús og Sigurður - mynd feykir.is

Forseti Íslands veitir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í upphafi hvers árs. Að þessu sinni voru það ellefu manns sem hlutu riddarakrossinn. Sigurður Hansen sagnaþulur og bóndi með meiru á Kringlumýri í Blönduhlíð hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til  kynningar á sögu Sturlungaaldar en hann tekur á móti fjölda manns á hverju ári. Hinn Skagfirðingurinn er Magnús Pétursson rík­is­sátta­semj­ari og fyrr­ver­andi ráðuneyt­is­stjóri frá Vindheimum en hann hlaut krossinn fyrir störf í opinbera þágu.

Listi þeirra sem hlutu viðurkenningar:

1. Dýrfinna H. K. Sig­ur­jóns­dótt­ir ljós­móðir, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi heilsu­gæslu og umönn­un­ar

2. Her­dís Storga­ard hjúkr­un­ar­fræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir brautryðjanda­störf að slysa­for­vörn­um barna

3. Inga Þórs­dótt­ir pró­fess­or og for­seti Heil­brigðis­vís­inda­sviðs Há­skóla Íslands, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til vís­inda og rann­sókna

4. Magnús Pét­urs­son rík­is­sátta­semj­ari og fyrr­ver­andi ráðuneyt­is­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í op­in­bera þágu

5. Páll Ein­ars­son pró­fess­or í jarðeðlis­fræði, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir rann­sókn­ir og fræðslu á sviði ís­lenskra jarðvís­inda

6. Páll Guðmunds­son mynd­list­armaður, Húsa­felli, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar mynd­list­ar

7. Sigrún Huld Hrafns­dótt­ir ólymp­íu­met­hafi fatlaðra og mynd­list­armaður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir af­rek og fram­göngu á vett­vangi íþrótta fatlaðra

8. Sig­urður Hall­dórs­son héraðslækn­ir, Kópa­skeri, ridd­ara­kross fyr­ir lækn­isþjón­ustu á lands­byggðinni

9. Sig­urður Han­sen bóndi, Kringlu­mýri í Skagaf­irði, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til kynn­ing­ar á sögu og arf­leifð Sturlunga­ald­ar

10. Silja Aðal­steins­dótt­ir bók­mennta­fræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar menn­ing­ar og bók­mennta

11.Þor­vald­ur Jó­hanns­son fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri og skóla­stjóri, Seyðis­firði, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til mennta og fram­fara í heima­byggð