Tvær tilnefningar til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Heimili og skóli tilnefnir árlega nokkur verkefni til Foreldraverðlauna og að þessu sinni eru tvö verkefni í skólum í Skagafirði sem hlutu tilnefningar. Fræðsluskrifstofa Skagafjarðar fær tilnefningu fyrir Vinaliðaverkefnið og leikskólinn Tröllaborg og Grunnskólinn austan Vatna fá tilnefningu fyrir bækling fyrir ferðamenn.

Verðlaunaafhendingin verður í Þjóðmenningahúsinu 8. maí og þar verða einnig veitt hvatningarverðlaun til verkefnis sem talið er að muni skila árangri til framtíðar og dugnaðarforkaverðlaun.