Fara í efni

Truflanir á hitaveitu á Sauðárkróki

16.03.2023

Vegna kuldans sem nú ríkir virðist sem þrýstingur hafi fallið í hitaveitu í bænum, fyrst í efri byggðum en síðar í öllum bænum. Búið er að loka sundlauginni og biðja stórnotendur að draga úr notkun.

Skagafjarðarveitur biðja viðskiptavini sína að draga úr heitavatnsnotkun eftir því sem kostur er, minnka innspýtingar í plön og rennsli í heita potta.

Skagafjarðarveitur biðjast jafnframt velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda, en vonast er til að ástandið lagist þegar líður á daginn.

UPPFÆRT KL 14:10 - Búið er að opna sundlaugina á Sauðárkróki.