Fara í efni

Tónlistarskóli Skagafjarðar hlaut viðurkenningu í undankeppni Nótunnar

21.03.2014

Tónlistarskóli Skagafjarðar gerði góða ferð á Nótuna - uppskeruhátíð tónlistarskólanna á Akureyri síðastliðinn laugardag. Skólinn sendi fjögur atriði sem tóku þátt og hlaut eitt þeirra sérstaka viðurkenningu og bikar fyrir framúrskarandi flutning í flokki samleiks í framhaldsnámi. Það voru þær Guðfinna Olga Sveinsdóttir og Matthildur Guðnadóttir sem spiluðu á fiðlur. Veittar voru viðurkenningar fyrir tíu bestu atriðin og sjö þeirra taka síðan þátt í lokahátíð Nótunnar sem fram fer í Hörpu sunnudaginn 23. mars.