Fara í efni

Tónlistarhátíðin Gæran á Sauðárkróki

16.08.2013
Merki tónlistarhátíðarinnar Gærunnar

Tónlistarhátíðin Gæran mun fara fram fjórða árið í röð dagana 15. – 17. ágúst 2013 í húsakynnum Loðskinns á Sauðárkróki.

Líkt og fyrri ár munu fjölmargar hljómsveitir koma fram á hátíðinni en á síðustu hátíð var boðið upp á 20-30 tónlistaratriði sem voru af öllum stærðargráðum og var fjölbreytileikinn mikill.

Armbandið á Gæruna kostar kr. 6.000,- og hægt er að kaupa það á www.midi.is eða í forsölu á Kaffi Krókur.

Eftirfarandi tónlistarmenn spila á hátíðinni (ekki er um tímaröð á flytjendum að ræða í upptalningunni):

Föstudagur; Sometime, Stafrænn Hákon, Jónas Sig, Alchemia, Contalgen Funeral, Ultra-Mega Technobandið Stefán, Steinsmiðjan, Bellstop, Dusty Miller, Úlfur Úlfur og The Royal Slaves.

Laugardagur; Valdimar, Funk That Shit, The Vintage Caravan, Blind Bargain, Hymnalaya, Tilbury, The Wicked Strangers, Greifarnir, Baggabandið, XXX Rottweiler hundar og Kontinuum

Frekari upplýsingar um hátíðina er hægt að nálgast á www.gaeran.is eða á facebook/gaeranmusic.