Tillögur að breytingu á Aðalskipulagi, Veitur á Sauðárkróki og hafnarsvæði, Sauðárkrókshöfn
Veitur á Sauðárkróki - Mál 814/2024 í Skipulagsgátt
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 30. fundi sínum þann 18. september 2024 að auglýsa tillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 fyrir Veitur á Sauðárkróki í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram í uppdrætti með greinargerð dags. 13.12.2024 unnin af VSÓ ráðgjöf.
Breytingin felur í sér að afmarka lagnaleið fyrir sjóveitu frá lóð fiskeldi- og fiskalíffræðideildar Háskólans á Hólum, staðsett á Sauðárkróki við Borgarsíðu, út í sjó. Lagt er til að lögnin þveri Strandveg vestan við Sauðárkróksbraut, liggi síðan 700-800 m með ströndinni áður en hún fer 800-1000 m út í sjó. Dýpi inntaks lægi á um 15-20 m dýpi, þ.e. neðan vð grugg og skel. Sólarljós hefur ekki áhrif á þessu dýpi. Sjávarbotninn meðfram ströndinni er sandur.
Hafnarsvæði, Sauðárkrókshöfn - Mál 816/2024 í Skipulagsgátt
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 30. fundi sínum þann 18. september 2024 að auglýsa tillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 fyrir Veitur á Sauðárkróki í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. ágúst 2024 unnin af VSÓ ráðgjöf.
Hafnarsvæðið H-401 á Sauðárkróki er stærsta hafnarsvæðið í Skagafirði. Áform hafa verið uppi að styðja og styrkja enn betur við atvinnustarfsemi á hafnarsvæðinu í samræmi við hugmyndir sem hafa verið kynntar í deiliskipulagsáætlun fyrir svæðið. Þess vegna er gerð tillaga um breytingu á aðalskipulagi sem nær til aukins byggingarmagns.
Tillögurnar eru auglýstar frá 15. janúar 2025 til og með 28. febrúar 2025. Hægt er að skoða tillögunar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir viðkomandi málsnúmerum. Tillögurnar mun jafnframt vera til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá kl. 10-12 og kl. 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin hér á heimasíðu Skagafjarðar.
Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi tillögunar. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is í síðasta lagi 28. febrúar 2025. Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.
Umsagnir um skipulagsmál sveitarfélagsins teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum Skipulagsnefndar og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni. Persónuupplýsingar eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar