Tillaga að deiliskipulagi lóðanna Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1

Skagfirðingabúð og Mjólkursamlag KS
Skagfirðingabúð og Mjólkursamlag KS

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 8. júní síðastliðinn að auglýsa tillögu að deiliskipulagi lóðanna Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1 á Sauðárkróki skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Skipulagssvæðið er um 3 ha að stærð og afmarkast af Skagfirðingabraut, Hegrabraut, Sauðármýri og Ártorgi. Deiliskipulagstillagan felur í sér heimild til aukins byggingarmagns á lóðunum og breytinga á innbyrðis lóðarmörkum.

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti sem dagsettur er 18. maí 2016 og liggur frammi á Skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 10. júní til 23. júlí 2016 og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Athugasemdir eða ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulags- og byggingarfulltrúa í síðasta lagi föstudaginn 22. júlí 2016 annaðhvort í Ráðhúsið Skagfirðingabraut 17-21 eða á netfangið jobygg@skagafjordur.is