Tilkynning vegna lausamuna á geymslusvæði sveitarfélagsins
Skagafjörður ítrekar og hvetur eigendur lausamuna á geymslusvæði sveitarfélagsins að Borgarsíðu 6 á Sauðárkróki til að fjarlægja eigur sínar sem ekki eru varðveittar í gámum nú þegar á geymslusvæðinu, sem fyrst. Að öðrum kosti eiga á hættu á að lausamunir verði fjarlægðir og fargað eftir 13. júlí n.k., á kostnað eiganda.
Einnig vill sveitarfélagið minna á og ítreka að sveitarstjórn hefur samþykkt nýja gjaldskrá og reglur um geymslusvæði á vegum Skagafjarðar. Gámaeigendur sem hyggjast halda áfram að leigja svæði undir gáma sína er bent á að ganga þarf frá leigusamningi þess lútandi við sveitarfélagið.
Umsókn um leigupláss má finna hér og er að finna undir yfirheitinu umhverfi, búfé og gæludýr.
Hægt er að nálgast reglurnar og gjaldskrána á vefsíðu sveitarfélagsins hér.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um framangreint, hafa athugasemdir eða vilja frekari skýringar er bent á að hafa samband við Gunnar Pál Ólafsson með tölvupósti á netfangið gunnarpall@skagafjordur.is eða í síma 455 6000.