Fara í efni

Tilkynning um breytt lögheimili, frestur til hádegis 6. apríl

01.04.2022

Tilkynningar um breytt lögheimili þurfa að hafa borist Þjóðskrá fyrir hádegi þann 6. apríl nk. til að öðlast gildi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 14. maí 2022. Skráning kjósanda á kjörskrá miðast við skráningu lögheimilis hans kl. 12 á viðmiðunardegi kjörskrár þann 6. apríl 2022.

Þjóðskrá - tilkynning

Því er mikilvægt að tilkynningar um lögheimilisflutning berist Þjóðskrá eigi síðar en 5. apríl svo búið verði að skrá breytingarnar í þjóðskrá fyrir útgáfu kjörskrár.

Þann 8. apríl n.k. er gert ráð fyrir að opnað verði fyrir vefuppflettið „Hvar á ég að kjósa“ á skra.is þar sem einstaklingar geta athugað hvar þeir eigi að kjósa.

Finna má ýmsar upplýsingar um kosningarnar á kosningar.is