Fara í efni

Förum áfram vel með heita vatnið - Sundlaugar í Varmahlíð og á Sauðárkróki áfram lokaðar

19.12.2022

Sparnaðaraðgerðir síðustu daga í hitaveitunni hafa skilað góðum árangri á Sauðárkróki. Áfram er þó ástæða til að fara varlega.

Í Varmahlíð er heitavatns staðan tæpari og þar má engu muna. Íbúar sem fá vatn þaðan eru beðnir að fara sérstaklega sparlega með heita vatnið.

Því miður verða sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkóki lokaðar eitthvað áfram en sundlaugin á Hofsósi verður opin áfram samkvæmt opnunartíma.

Ekkert lát er á þessari kuldatíð og birtum við því sparnaðarráðin okkar aftur:

  • Hafið glugga lokaða. Ef lofta þarf út eru gluggar opnaðir í stuttan tíma og síðan lokað aftur og jafnvel skrúfað fyrir ofn á meðan.
  • Lækka á ofnum í herbergjum sem ekki eru í notkun. Athugið samt að okkur á ekki að verða kalt við sparnaðinn.
  • Lækka stillingar á heitavatnspottum, það er alveg óhætt að lækka niður í 10° c. Það er hvort sem er ekkert gott að fara í pottinn í svona kulda.
  • Lækka stillingar á innspýtingum í plön.

Skagafjarðarveitur þakka góðar undirtektir.