Fara í efni

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra

24.09.2022

Nú haustar og óhjákvæmilegur fylgifiskur þess eru haustlægðir. Nú stefnir í þá fyrstu þetta haustið. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra vill vekja athygli á því veðri sem í vændum er. Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra, sem að tekur gildi nú síðdegis í dag og gildir fram á morgundaginn. Eða eins og segir á vedur.is:

„Suðvestan 18-25 m/s og vindhviður víða yfir 30 m/s, einna hvassast á Ströndum. Varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum eins og garðhúsgögnum og trampólínum.“

Á morgun kólnar og gæti slyddað eða snjóað á fjallvegum
Hvetjum við alla til að nota daginn í dag til að huga að lausamunum og koma þem í skjól og þeir sem hyggja á ferðalög á morgun að fylgjast mjög vel með ástandi vega áður en lagt er af stað.