Fara í efni

Þjóðleikhúsið sýnir leiksýninguna Maður sem heitir Ove í Menningarhúsinu Miðgarði

09.03.2017
Maður sem heitir Ove

Þjóðleikhúsið mun sýna leiksýninguna Maður sem heitir Ove í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð laugardaginn 25. mars nk.

Siggi Sigurjóns fer á kostum sem hinn geðstirði Ove og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda fyrir frammistöðu sína.

Sýningin hefur slegið í gegn í Reykjavík og verður sýningin í Miðgarði fimmtugasta sýningin!

Það er leikhúsinu bæði ljúft og skylt að sinna landinu öllu og því vonumst við til að sem flestir geti nýtt tækifærið og séð þessa frábæru leiksýningu á sínum heimavelli!

Nánar um sýninguna

Bráðfyndinn og nístandi sænskur einleikur um sorg og gleði, einangrun og nánd

Hinn 59 ára gamli Ove er reglufastur nákvæmnismaður sem að mati annarra íbúa úthverfisins er óþolandi smámunasamur og skapillur. En að mati hans sjálfs eiga hlutirnir einfaldlega að vera eins og þeir eiga að vera. Þegar ólétt kona að nafni Parvaneh flytur með fjölskyldu sína í götuna er eins og Ove byrji að missa tökin á öllu.

Einleikurinn Maður sem heitir Ove er byggður á samnefndri skáldsögu sem notið hefur mikilla vinsælda.

Leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson, Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarsson, Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson, Tónlist: Frank Hall, Þýðing: Jón Daníelsson, Leikgerð: Marie Persson Hedenius, Johan Rheborg og Emma Bucht

Leikari: Sigurður Sigurjónsson

Kaupa má miða á sýninguna hér