Það verður nóg um að vera í Skagafirði um helgina

Það verður nóg um að vera í Skagafirði um helgina. Lummudagar eru hafnir og þar er margt á dagskránni, m.a. götumarkaðir, götugrill, fataskiptimarkaður, vinnustofa í Sólon, blöðrudýr í Blóma- og gjafabúðinni, lummukaffi hjá Puffin and friends, Maddömunum og Eftirlæti. Einnig dans-, söng- og grínatriði með Bíbí og Björgvini, tónlistaratriði o.fl. o.fl.


Þá má minna á 10 ára afmælistónleika Villtra svana & tófu í kvöld í Bifröst og svo setur Landsbankamót Tindastóls í fótbolta mikinn svip á bæjarlífið um helgina.