Fara í efni

Það styttist í Laufskálaréttarhelgina

19.09.2014

LaufskálaréttViðamikil dagskrá fer að venju fram í tengslum við Laufskálarétt, drottningu stóðrétta landsins, en réttað er laugardaginn 27. september nk. Dagskrána má finna hér fyrir neðan og í bæklingi sem er hér.

FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER
Stórsýning & skagfirsk gleði
Reiðhöllin Svaðastaðir kl. 20:30

Boðið verður upp á hressandi sýningu með flinkum knöpum og góðum hestum, m.a. Króki frá Dalbæ sem er með 10 fyrir skeið. Grín og söngur. Skeiðhesturinn mikli Fróði frá Laugabóli og Árni Björn Pálsson mæta og Skíma frá Kvistum sýnir sig. Þrautakeppnin og skeiðkeppnin eru svo á sínum stað.

Í skeiði eru vegleg verðlaun í boði. Sigurvegarinn fær 50 þús., annað sætið gefur 30 þús. og þriðja sætið 20 þús. Gefendur verðlauna eru Ólafshús, Hótel Tindastóll og Miðgarður

Það verður kátt í höllinni þetta kvöld!

Höllin opnuð kl. 20:00, miðaverð kr. 2000.-

LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER
Gleði & gaman
Laufskálarétt í Hjaltadal

Stóðið rekið úr Kolbeinsdal til Laufskálaréttar uppúr kl. 11:30. Réttarstörf hefjast kl. 13:00

Ath. Þátttakendur við stóðrekstur úr Kolbeinsdal vinsamlegast mæti við Laufskálarétt eða við hesthúsið Ástungu kl. 10:00 (laugardagsmorgunn)

Rekstrarstjóri er Halldór Steingrímsson. Upplýsingar í síma 895 0920, Atli.

Höfum gleðina í fyrirrúmi en hóflega notkun áfengis

Laufskálaréttarball 2014
Reiðhöllin Svaðastaðir
Laugardaginn 27. september kl. 23

- Hljómsveitin Von ásamt landsliði söngvara: Matti Matt, Ingó veðurguð og Erna Hrönn
- Sérstakir gestir: Hljómsveit kvöldsins (Reynir Snær og Sigvaldi)

Miðaverð kr. 3500.-
Aldurstakmark 16 ár

ATHUGIÐ ENGIN BJÓRSALA
Forsala aðgöngumiða hjá N1 á Skr