Sýningar á Ævintýrabókinni í fullum gangi

Hin stórskemmtilega sýning Ævintýrabókin stendur nú yfir hjá Leikfélagi Sauðárkróks. 

Sýningin fór vel af stað og ánægja áhorfenda er mikil. Við hvetjum alla til þess að fara á þessa frábæru sýningu, en sýningar verða sem hér segir:

3. sýning - miðvikudaginn 10. október klukkan 18:00
4. sýning - föstudaginn 12. október klukkan 18:00
5. sýning - laugardaginn 13. október klukkan 14:00
6. sýning - sunnudaginn 14. október klukkan 14:00
7. sýning - þriðjudaginn 16. október klukkan 18:00

Lokasýning verður miðvikudaginn 17. október klukkan 18:00

Foreldrafélag Árskóla og Ársala á Sauðárkróki ásamt foreldrafélagi Varmahlíðaskóla niðurgreiða miðaverð fyrir sína félagsmenn og er tilvalið að nýta sér það.

Ævintýrabókin er eftir Pétur Eggerz, leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir og fara sýningar fram í Bifröst.

Miðapantanir eru teknar í síma 849-9434.