Fara í efni

Sveitasæla 2018 er í fullum undirbúningi

07.08.2018

Sveitasæla 2018, landbúnaðarsýning og bændahátíð, verður haldin laugardaginn 18.ágúst í reiðhöllinni Svaðastaðir í Skagafirði frá kl. 10:00 – 17:00.

Dagskráin verður mjög metnaðarfull og allir ættu að finna eitthvað við hæfi. Húsdýragarður, sveitamarkaður – beint frá býli, Leikhópurinn Lotta, Gunni og Felix, Hvolpasveitin, heitjárningar, smalahundasýning, kálfasýning, hrútadómar/hrútaþukl, sem og véla og fyrirtækjasýning verða m.a. í boði. Þá verður veitingasala á vegum Kiwanisklúbbsins Freyju, en allur ágóði rennur til góðra málefna í heimabyggð.

Enn er hægt að panta fyrirtækjabása og handverksborð, en þeim sem vilja panta slíkt er bent á að hafa samband við Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur í síma 659 9016 eða með tölvupósti á vordisin@gmail.com.

Aðgangur á Sveitasælu er ókeypis.