Fara í efni

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir lausa stöðu vaktstjóra við Sundlaugina á Hofsósi

30.06.2017

Vaktsjóri stýrir daglegu starfi sundlaugarinnar og skipuleggur störf og vaktir starfsmanna. Hann ber ábyrgð á skilum á skýrslum og uppgjöri og annast samskipti við aðra starfsmenn sveitarfélagsins eftir atvikum. Hann sækir reglulega endurmenntunar- og viðhaldsnámskeið og gætir að öllum þáttum öryggismála sundlaugarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Umsækjandi skal vera eldri en 20 ára
  • Skipulagshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Almenn tölvukunnátta

Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna. Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir góðri færni í mannlegum samskiptum, þjónustulipurð og hafi metnað til að láta gestum líða vel. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi.

Um er að ræða 80-100% starf sem hentar jafnt konum sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála í síma 6604639 eða valdi@skagafjordur.is. Umsóknarfrestur er til og með 14. júlí n.k.

Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins eða í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.