Fara í efni

Sundlaugin í Varmahlíð opnar í dag

04.06.2025

Vakin er athygli á því að sundlaugin í Varmahlíð opnar í dag miðvikudaginn 4. júní kl. 12:00, eftir tímabundna lokun vegna viðhaldsvinnu.

Laugin hefur nú fengið nauðsynlegt viðhald og er tilbúin að taka á móti gestum á ný fyrir sumarið! 

Sumaropnunin er hafin og er eftirfarandi:

  • Mánudaga - föstudaga kl. 12:00 - 21:00
  • Laugardaga - sunnudaga kl. 10:00 - 18:00