Fara í efni

Sundlaugin á Sólgörðum - Rekstraraðili óskast

25.10.2023

Skagafjörður auglýsir eftir aðila til að reka sundlaugina á Sólgörðum í Fljótum frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2026.

Rekstraraðili skal skv. nánara samkomulagi annast alla umsjón og ábyrgð á starfsemi sundlaugarinnar, þ.m.t. allt starfsmannahald, baðvörslu, afgreiðslu, þrif, auglýsingar, innkaup á rekstrarvörum, t.d. hreinlætisvörum eins og klór og annað sem rekstrinum tengist.

Rekstraraðili skal ábyrgjast að starfsmenn er annast sundlaugarvörslu hafi lokið námskeiðinu Skyndihjálp og björgun fyrir starfsfólk sundstaða. Æskilegt er að starfsmenn hafi náð 20 ára aldri og uppfylli ákvæði reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010.

 

 

Rekstraraðili skuldbindur sig til að fylgja gildandi gjaldskrá Skagafjarðar hverju sinni hvað gjaldtöku fyrir afnot almennings að sundlauginni varðar.

Umsóknum um „Rekstur sundlaugarinnar að Sólgörðum“ skal skila fyrir miðvikudaginn 8. nóvember nk. á skrifstofu Skagafjarðar, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkrókur eða á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is.

Umsóknum skal fylgja greinargerð um áform og mögulegt rekstrarfyrirkomulag sem og samantekt um umsækjanda, m.a. fyrri störf, reynslu af rekstri og starfsmannahaldi.

Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Gröndal frístundastjóri í síma 455-6000 eða á netfangið valdi@skagafjordur.is.

Skagafjörður áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.