Sundlaugin á Sauðárkróki lokuð í dag, opið í heita potta og gufu

Vegna mikillar frosthörku hefur verið ákveðið að loka sundlauginni á Sauðárkróki í dag til þess að spara heita vatnið. Opið verður í heitu pottana og gufu. Staðan verður endurmetin fyrir morgundaginn.

UPPFÆRT KL. 14:10 - Búið er að opna sundlaugina á ný.