Sundlaugin á Hofsósi lokuð í næstu viku vegna viðhalds

Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð frá mánudeginum 4. október til föstudagsins 8. október vegna viðhalds. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en sundþyrstum íbúum er bent á að sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki eru opnar sem hér segir:

Sundlaugin á Sauðárkróki:
Mánudaga - fimmtudaga kl 06:50 - 20:30
Föstudaga kl 06:50 - 20:00

 
Sundlaugin í Varmahlíð:
Mánudaga - fimmtudaga kl 08:00-21:00
Föstudaga kl 08:00 - 14:00