Sundlaugar Skagafjarðar opna á morgun

Sundlaugin á Hofsósi.
Sundlaugin á Hofsósi.

Sundlaugarnar á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð opna á ný í fyrramálið, mánudaginn 12. febrúar, samkvæmt opnunartíma, en eins og tilkynnt var á dögunum þurfti að loka laugunum vegna skorts á heitu vatni. Nú hefur hlýnað í veðri og staðan á heita vatninu orðin góð. Starfsemi verður eðlileg frá og með morgundeginum, þ.e. heitir pottar verða einnig opnir sem og gufa og eimbað þar sem það á við.