Sundlaugar Skagafjarðar lokaðar, opið í heita potta og gufu

Sundlaugin í Varmahlíð
Sundlaugin í Varmahlíð

Vegna skorts á heitu vatni hefur verið skrúfað fyrir hitann í sundlaugunum á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð og verða þær því lokaðar tímabundið. Áfram er opið í heitu pottana í öllum laugunum, gufubað og eimbað á Sauðárkróki og í barnalaug og gufubað í Varmahlíð.