Fara í efni

Sumarstörf - Veitu- og framkvæmdasvið

18.03.2015

 

Veitu- og framkvæmdasvið

Vélamenn í sláttuhóp

Tímabil:  Frá 11. maí til 14. ágúst.
Fjöldi og starfshlutfall: 3 störf í 100% starfshlutfalli.
Lýsing á starfinu:  Vinna við slátt og umhirðu grassvæða sveitarfélagsins í Varmahlíð, Sauðárkróki og Hofsós. Starfsmenn þurfa að vinna með sláttuvélar, orf og önnur áhöld sem tilheyra vinnu við grasflatir.
Hæfniskröfur:  Gerð er krafa um námskeið á minni vinnuvélar og bílpróf. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri. Lögð er áhersla á frumkvæði, gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla er kostur.
Starfsheiti: Tækjamaður I.
Yfirmaður:  Flokkstjóri yfir sláttuhóp og Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri.


Flokkstjóri

Tímabil:  Frá 11. maí til 14. ágúst.
Fjöldi og starfshlutfall:  1 starf í 100% starfshlutfalli.
Lýsing á starfinu:  Stjórnun hóps sem sinnir almennri garðyrkjuvinnu á Hofsós, í Varmahlíð og Sauðárkróki.
Hæfniskröfur:  Bílpróf. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri.  Lögð er áhersla á frumkvæði, gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla er kostur.
Starfsheiti: Verkamaður III (með flokkstjórn).
Yfirmaður:  Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri.


Almenn garðyrkjuvinna

Tímabil:  11. maí til 14. ágúst.
Fjöldi og starfshlutfall:  7 störf í 100% starfshlutfalli.
Lýsing á starfinu:  Almenn vinna við garðyrkju.
Hæfniskröfur:  Lögð er áhersla á starfsgleði, gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla er kostur.
Starfsheiti:  Verkamaður I.
Yfirmaður:  Flokkstjóri og Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri.


Þjónustumiðstöð á Sauðárkróki og Hofsós

Tímabil:  Lok maí til loka ágúst.
Fjöldi og starfshlutfall:  2 störf í 100% starfshlutfalli.
Lýsing á starfinu:  Starfar við almenn verkamannastörf aðallega utanhúss samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni (verkstjóra/flokksstjóra) en leysir að jafnaði verkefni dagsins nokkuð sjálfstætt.
Hæfniskröfur:  Bílpróf. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri. Lögð er áhersla á frumkvæði, gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi.
Starfsheiti:  Verkamaður II.
Yfirmaður:  Ingvar Gýgjar Sigurðarson, verkefnastjóri á veitu- og framkvæmdasviði.


Skagafjarðarveitur

Tímabil:  Lok maí til loka ágúst.
Fjöldi og starfshlutfall: 1 starf í 100% starfshlutfalli.
Lýsing á starfinu:  Starfar við almenn verkamannastörf aðallega utanhúss samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni (verkstjóra/flokkstjóra) en leysir að jafnaði verkefni dagsins nokkuð sjálfstætt.
Hæfniskröfur:  Bílpróf. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri. Lögð er áhersla á frumkvæði, gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi.
Starfsheiti:  Verkamaður II.
Yfirmaður:  Gunnar Björn Rögnvaldsson, verkefnastjóri Skagafjarðarveitna.


 

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar eða Öldunnar stéttarfélags.

Umsóknarfrestur allra ofangreindra starfa er til og með 31. mars 2015

Sótt er um störfin á heimasíðu sveitarfélagsins (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar um störfin gefa:
Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, s: 453-5811, helga@skagafjordur.is
Ingvar Gýgjar Sigurðsson, verkefnastjóri á veitu- og framkvæmdasviði, s: 455-6204, ingvargs@skagafjordur.is
Gunnar Björn Rögnvaldsson, verkefnastjóri Skagafjarðarveitna, gbr@skv.is
Indriði Þór Einarsson, sviðsstjóri, 455-6200, indridi@skagafjordur.is