Fara í efni

Sumarátaksstörf námsmanna 2020

13.05.2020

Fjölbreytt og áhugaverð sumarstörf eru í boði hjá Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem eru með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði og eru á milli anna í námi. Störfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samstarfi við Vinnumálastofnun og eru 9 störf í boði.

Störfin eru af ýmsum toga, t.d. umhverfisstörf sem felast í fegrun umhverfis og ásýndar sveitarfélagsins og störf er snúa að því að aðstoða við félagslega þáttöku barna, eldri borgara og fatlaðs fólks. Einnig eru störf í boði er snúa að skráningu og skönnun skjala, skráa og ljósmynda sem og gerð hlaðvarpsþátta og/eða stuttra kynningar- og fræðslumyndskeiða.

Eftirfarandi hæfniskröfur eru gerðar:

• Lipurð í mannlegum samskiptum, háttvísi og kurteisi

• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

• Jákvæðni, starfsgleði, frumkvæði og sveigjanleiki

• Samviskusemi og stundvísi

• Hreint sakavottorð ef starfið tilheyrir fjölskyldusviði

Sótt er um störfin í gegnum Íbúagátt og er umsóknarfrestur til og með 24. maí 2020.

Upplýsingar um menntun og fyrri störf sem og staðfestingu á námi þurfa að fylgja umsókn. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Hrefna G. Björnsdóttir, mannauðsstjóri, á netfanginu hrefnag@skagafjordur.is.