Fara í efni

Styrkveitingar til undirbúnings verndarsvæða í byggð í Skagafirði

23.09.2016
Frá Hofsósi

Sveitarfélagið Skagafjörður sótti í sumar um styrk til Húsafriðunarsjóð til undirbúnings og tillögugerðar sérstakra verndarsvæða í byggð, í samræmi við ný lög og reglugerð þar að lútandi. Var sótt um vegna gamla bæjarins á Sauðárkróki og Sandsins og Plássins á Hofsósi. Þess má geta að á fjárlögum 2016 voru fjárheimildir húsafriðunarsjóðs auknar um 150 m.kr. til að gera sjóðnum kleift að styrkja vinnu sveitarfélaga við skipulagningu og þróun slíkra verndarsvæða í byggð.

Niðurstaða Minjastofnunar varðandi styrkumsóknir liggur nú fyrir og hlutu bæði verkefnin styrk úr Húsafriðunarsjóði. Verkefnið um Kvosina á Hofsósi (Sandinn og Plássið) hlaut kr. 7.245.000 og gamli bærinn á Sauðárkróki kr. 8.165.000.