Fara í efni

Styrkur úr Sprotasjóði

12.05.2015
Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir

Á dögunum hlaut Grunnskólinn austan Vatna veglegan styrk úr Sprotasjóði 400.000 þúsund kr. Sjóðurinn er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og styður við þróun og nýjungar í skólastarfi. Styrkurinn til skólans er ætlaður til að prufukeyra og þróa áfram ferilbók sem heldur utanum og veitir yfirlit yfir þróun læsis hjá börnum á aldrinum 1 – 10 ára. Það er Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, deildarstjóri skólans á Hólum, sem hannaði ferilbókina en það var hluti af meistaranámi hennar við Háskólann á Akureyri. Stefnt er að því að bókin verði tilbúin til notkunar í haust.

Með notkun ferilbókarinnar verður aukin samfella í skráningu á milli skólastiga og þannig eykst upplýsingaflæðið einnig milli skólastiganna. Jafnframt veitir bókin gott yfirlit yfir þróun máls og læsis hvers nemanda.

Fulltrúar úr öllum grunn- og leikskólum Skagafjarðar taka þátt í þróunarvinnunni ásamt nokkrum starfsmönnum í leik- og grunnskólum Dalvíkurbyggðar.