Fara í efni

Strand yoga og viðburðir í tilefni af opnun Norðurstrandarleiðar á morgun

07.06.2019

Norður­strand­ar­leið, eða Arctic Co­ast Way, verður form­lega opnuð á morgun, 8. júní, á Degi hafsins. Um er að ræða nýtt verk­efni í ferðaþjón­ustu sem skapa á  nýtt aðdrátt­ar­afl á Norður­landi og kynna lands­hlut­ann sem einstak­an áfangastað. Nú þegar hefur leiðin vakið mikla athygli og var meðal annars valin á topp 10 lista yfir áhugaverðustu áfangastaði í Evrópu.

Í tilefni af opnun Norðurstrandarleiðar verður boðið upp á strand yoga á Borgarsandi við Sauðárkrók á morgun, laugardag kl. 13. Það er enginn annar en yoga leiðbeinandinn Manoranjan Chand sem stjórnar viðburðinum. Þá eru foreldrar hvattir til þess að mæta með börnin á stöndina og byggja sandkastala og eiga saman glaðan dag. Ferða- og þjónustuaðilar á svæðinu láta sitt ekki eftir liggja og ýmislegt annað verður um að vera í bænum. Þar má m.a. nefna:

Ferð í Drangey kl.10:00, siglt frá smábátahöfninni á Sauðárkróki (aðgangseyrir).

Grand Inn verður með tilboð á bjórum sem hægt er að finna á Norðurstrandarleiðinni - Sigló 67 og Kalda.  

Kaffi Krókur verður með 30% kynningarafslátt á séríslenskum forréttarplatta, sérstaklega hönnuðum fyrir Arctic Coast Way.

Opið hús verður á hótel Tindastóli frá kl.13-16.

 

Við hvetjum íbúa Sveitarfélagsins til þess að taka þátt.