Fara í efni

Stekkjarvík - aukning á urðun

04.03.2019
Stekkjarvík - mynd heimasíða Húnavatnshrepps

Norðurá bs. undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna aukningar á árlegu magni til urðunar á urðunarstaðnum í Stekkjarvík í landi Sölvabakka, Blönduósi úr að hámarki 21.000 tonnum á ári í 30.000 tonn, aukning um 9.000 tonn á ári. Ekki er um að ræða aukningu á heildarmagni úrgangs sem urðaður verður í Stekkjarvík.

Í matsáætluninni, sem er verkefnisáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum, er fyrirhugaðri framkvæmd lýst, valkostum og framkvæmdarsvæði og fjallað um umfang og áherslur.

Drög að tillögu matsáætlunar um aukningu urðunar er birt á heimasíðu verkfræðistofunnar Eflu og geta allir gert athugasemdir eða komið með ábendingar við drögin. Senda skal athugasemdir fyrir 13. mars 2019 til Friðriks K. Gunnarssonar hjá EFLU verkfræðistofu með tölvupósti á netfangið fridrik.gunnarsson@efla.is. Merkja skal athugasemdir: Urðunarstaðurinn í Stekkjarvík – aukning á urðun.

Að loknum kynningartíma verður lokið við tillögu að matsáætlun með tilliti til þeirra athugasemda sem berast og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.