Starfsmaður óskast í Iðju

 

Starfsmaður óskast í Iðju

Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 80% starf á dagvinnutíma. Í starfinu felst að sinna fötluðum einstaklingum. Hann sér um almenna umönnun þeirra vegna líkamlegra og félagslegra þarfa eftir því sem við á.

Hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi og reynsla er kostur. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hefur til að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Við leitum að samstarfsfólki sem hefur næman skilning á mannlegum þörfum og valdeflingu, er opið og jákvæðtt í viðmóti, nýjungagjarnt, metnaðarfullt og skapandi. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hentar bæði körlum sem konum.

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2014

Nánari upplýsingar um starfið gefur Jónína G. Gunnarsdóttir í síma 453-6853 á dagvinnutíma eða með því að senda póst á: iðja@skagafjordur.is.

Sótt er um starfið á heimasíðu sveitarfélagsins (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins.

Iðja er dagþjónusta fyrir fatlað fólk. Iðja þjónustar Norðurland vestra og starfar eftir lögum um málefni fatlaðs fólks. Markmið þjónustunnar er að veita fötluðu fólki eldra en 18 ára dagþjónustu/hæfingu og þjálfun.