Starfsmaður í frekari liðveislu óskast

Fjölskyldusvið óskar eftir að ráða starfsmann í frekari liðveislu við fatlað fólk í sjálfstæðri búsetu/þjónustuíbúð.

 Starfið felst í aðstoð við fatlað fólk á heimili og í daglegu umhverfi þess. Daglegur vinnutími er fyrri hluta kvölds og um helgar, aðra hverja viku.

 Hæfniskröfur:

Menntun sem nýtist í starfi eða góð, almenn menntun.

Þekking og reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.

Við leitum að samstarfsmanni sem hefur góða vitund fyrir sjálfum sér og hvernig hann geti nýtt hæfileika sína sem best í þágu þjónustunotenda, ríka ábyrgðartilfinningu, virðingu í mannlegum samskiptum og skilning á mannlegum þörfum, er opinn og jákvæður í viðmóti, tilbúinn að tileinka sér nýjar hugmyndir og hafa metnað í starfi.

 Starfið hentar bæði körlum sem konum, en umsóknir frá körlum eru sérstaklega vel þegnar vegna samsetningar starfsmannahópsins og notenda.

 Laun eru samkvæmt samningi  Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar eða Öldunnar.

Upplýsingar gefur:

Sigþrúður Jóna Harðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi  í síma 8679809 sigthrudurh@skagafjordur.is

Umsóknarfrestur er til 2. nóvember 2015.

Umsóknum skal skilað rafrænt í íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is