Fara í efni

Starfsfólk óskast í Hús frítímans

19.08.2014

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir fjögur tímabundin hlutastörf laus til umsóknar 

Tímabil:  Tímabundin ráðning frá byrjun september 2014 til loka maí 2015.
Lýsing á starfinu:  Viðkomandi kemur að skipulagi frístundastarfs fyrir börn og unglinga sem og annarri starfsemi sem fram fer í Húsi frítímans.
Hæfniskröfur:  Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri, hafa ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Reynsla og menntun á sviði uppeldis-, frístunda-, íþrótta- eða æskulýðsmála æskileg.
Vinnutími:  Vaktavinna. Hlutastarf.
Starfsheiti:  Frístundaleiðbeinandi.
Launakjör:  Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar eða Öldunar stéttarfélags.
Yfirmaður:  Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála.

Umsóknarfrestur er til og með 29. ágúst 2014.

Störfin henta jafnt konum sem körlum.
Sótt er um starfið á heimasíðu sveitarfélagsins (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Gröndal í síma 660-4639 eða á valdi@skagafjordur.is.

Sækja um