Fara í efni

Starfsfólk vantar í dagdvöl aldraðra

15.07.2014

Dagvist aldraðra 

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir tvö hlutastörf laus til umsóknar.
Störfin eru unnin á dagvinnutíma í dagdvöl aldraðra. Í þeim felst m.a. almenn umönnun, örvun og aðstoð við endurhæfingu og sundlaug, undirbúningur og framkvæmd félagslegrar samveru og aðstoð við handmennt. Störfin eru laus frá og með september 2014.

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi eða góða, almenna menntun.
  • Virðing í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og ábyrgð.
  • Hæfni til að tileinka sér nýjungar.

Störfin henta jafnt konum sem körlum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 29. júlí 2014

Umsóknum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins Skagafjarðar, www.skagafjordur.is (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins. 

Nánari upplýsingar gefur Elísabet Pálmadóttir, forstöðumaður, í síma 453-5909 / 893-5398 eða með tölvupósti, dagvist@skagafjordur.is.

Sækja um

Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði við fólk sem að staðaldri þarf eftirlit og aðstoð við athafnir daglegs lífs til að geta búið áfram heima eins lengi og kostur er.

Dagdvölin er til húsa í Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks en rekin af Sveitarfélaginu Skagafirði. Opið er alla virka daga frá klukkan 09:00 - 15:00. Þar er boðið upp á ýmiskonar þjálfun, umönnun og afþreyingu, s.s. sund og æfingar í Endurhæfingarstöð HS, föndur, söng og spil.