Fara í efni

Starfsdagur hjá Iðjunni

30.09.2013
Gefið að drekka

Áður en kom að morgunhressingu þá setti starfsfólk Iðjunnar sig í spor þess fólks sem þau eru að þjónusta og skiptu sér í tveggja manna hópa. Verkefnið var að gefa hvort öðru að drekka. Þau skiptust á að vera aðstoðarmenn og þjónustuþegar. Þeim fannst afar fróðlegt að setja sig í spor  skjólstæðinga sinna og reyna að upplifa frá þeirra hlið hvernig er að láta gefa sér að drekka og geta ekki gert það sjálf.  Þau  mæla  eindregið með því að þetta verði tekið upp í fleiri deildum félagsþjónustunnar.

SkyndihjálpSkyndihjálparfræðslan stóð fram að hádegismat en þá var farið á Ólafshús. Eftir hádegi kom Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verkefnastjóri SSNV í málefnum fatlaðra og fjallaði aðeins um málaflokkinn og það sem að honum snýr á Norðurlandi vestra. Eftir það var rætt um innra starf Iðjunnar næstkomandi vetur. Þrátt fyrir stranga setu og margt sem þurfti að meðtaka fóru starfsmennirnir heim uppfullir af fróðleik og góðum minningum frá þessum ágæta starfsdegi.