Starf umsjónarmanns á verkstæði er laust til umsóknar

Starf umsjónarmanns á verkstæði er laust til umsóknar

 

Upphaf starfs: 1. janúar 2019 eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Starfsstöð: Þjónustumiðstöð, Borgarflöt 27.

Lýsing á starfinu: Starf umsjónarmanns verkstæðis felst aðallega í viðhaldi og viðgerðum á bílum og öðrum tækjakosti sveitarfélagsins ásamt því að sinna tilfallandi viðhalds- og rekstrarverkefnum fasteigna, fráveitu og umferðarmannvirkja sveitarfélagsins. Í starfinu felst jafnframt þrif á bílum og tækjum í eigu sveitarfélagsins ásamt almennum innkaup á vörum og varahlutum.

Menntunarkröfur: Iðnmenntun, t.d.  á sviði bifvélavirkjunar, vélvirkjunar og/eða vélstjórnar. Bílpróf og vinnuvélapróf. Aukin ökuréttindi og gilt suðupróf er kostur.

Hæfniskröfur: Góð almenn tölvukunnátta, m.a. á Microsoft outlook. Þekking og kunnátta á verkbókhaldskerfi er kostur.  Krafist er töluverðrar reynslu af málmsmíði og starfsreynslu sem nýtist í starfi. Skilyrði er að starfsmaður hafi ríka þjónustulund og sýni lipurð í mannlegum samskiptum. Mikilvægt er að umsækjendur sýni af sér frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Vinnutími: Dagvinna.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2018

Nánari upplýsingar: Ingvar Gýgjar Sigurðsson, verkefnastjóri, í síma 455-6204 eða með tölvupósti  ingvargs@skagafjordur.is.  

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá og prófskírteini skal skila í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Konur, sem og karlar, eru hvattar til að sækja um.