Fara í efni

Starf sálfræðings laust til umsóknar

10.02.2016

Fjölskylduþjónusta Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa. Starfið er hvort tveggja á sviði skólaþjónustu og félagsþjónustu. Það fer eftir samkomulagi við viðkomandi hvenær störf hefjast.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur.
  • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna.
  • Reynsla af sálfræðilegri greiningu og ráðgjöf vegna barna.
  • Þekking og reynsla af ráðgjöf í barnaverndar- og fjölskyldumálum.
  • Leikni í mannlegum samskiptum.
  • Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og frumkvæði.
  • Reynsla af starfi skólasálfræðings er kostur.

Fjölskylduþjónusta Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur á að skipa vel menntuðu fagfólki, félagsráðgjöfum, uppeldis- og sálfræðiráðgjafa, þroskaþjálfum, sérkennurum, kennsluráðgjöfum, námsráðgjafa og talmeinafræðingi. Áhersla er lögð á heildstæða og samþætta þjónustu, þverfagleg vinnubrögð og samvinnu þjónustustofnana. Nú vantar okkur sálfræðing í teymið en löng hefð er fyrir vinnu sálfræðings í samstarfshópnum.

Helstu verkefni sálfræðings:

  • Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum.
  • Ráðgjöf við foreldra og starfsmenn leik- og grunnskóla.
  • Þverfaglegt starf í skóla, félagsþjónustu, barnavernd o.fl.

Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sálfræðingafélags Íslands.

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2016