Fara í efni

Starf í liðveislu

11.06.2018

Umsóknarfrestur um starf í liðveislu hefur verið framlengdur til og með 25. júní.

 

Tímabil starfs:                   26. júní til 30. september, með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Starfshlutfall:                    75% starfshlutfall.

Starfsheiti:                       Liðveisla II.

Lýsing á starfinu:            Starfsmaður aðstoðar blindan einstakling í nágrenni Varmahlíðar. Starfið felst m.a. í aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegum stuðningi. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Hæfniskröfur:                  Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna með fötluðu fólki og hefur að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttsemi og stundvísi. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjandi skal hafa náð 18 ára aldri. Gerð er krafa um bílpróf.

Launakjör:                       Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur:           Er til og með 25. júní 2018.

Nánari upplýsingar:       Sigþrúður Jóna Harðardóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, í síma 455-6082 eða með tölvupósti; sigthrudurh@skagafjordur.is.

Umsóknir:                          Umsókn, ásamt ferilskrá er greinir frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

 

Félagsleg liðveisla miðar að því að aðstoða einstakling við athafnir daglegs líf sem og til þátttöku í félagslífi. Markmiðið er að auka þátttöku einstaklings í samfélaginu á sínum forsendum og draga úr félagslegri einangrun.