Starf deildarstjóra fornleifadeildar laust til umsóknar

Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir starf deildastjóra fornleifadeildar laust til umsóknar.
Óskað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að hafa yfirumsjón með rannsóknarstarfsemi Byggðasafns Skagfirðinga á sviði fornleifafræði, í samstarfi við safnstjóra og í samræmi við stofnskrá safnsins og samþykkta safnstefnu.

Um er að ræða 100% starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Sjá má nánar um starfið hér: Deildastjóri fornleifadeildar

Umsóknafrestur er til og með 15. desember 2019