Starf á skrifstofu heimaþjónustu er laust til umsóknar

Starf á skrifstofu heimaþjónustu er laust til umsóknar

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir 50% starf á skrifstofu heimaþjónustu laust til umsóknar. Í starfinu felst umsjón tiltekinna þátta í félagslegri heimaþjónustu. Mikilvægt er að starfsmaður stuðli að góðum samskiptum milli notenda þjónustunnar, starfsmanna heimaþjónustu og stjórnenda.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða reynsla af skrifstofustörfum.
  • Reynsla, þekking og skilningur á umönnunarstörfum.
  • Kunnátta í notkun á Excel, skilningur og þekking á skjalavörslu er kostur.
  • Hæfni og virðing í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
  • Umsækjandi þarf jafnframt að vera stundvís, áreiðanlegur og heiðarlegur.

Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kjöl stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu eða Ölduna stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2015

Nánari upplýsingar gefur Gunnar M. Sandholt, félagsmálastjóri, sandholt@skagafjordur.is eða í síma 455-6000.

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.